Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. mars 2023 13:15
Fótbolti.net
Meistaraspáin - Halda áfram leit sinni að fyrsta titlinum
City mætir RB Leipzig í kvöld.
City mætir RB Leipzig í kvöld.
Mynd: Getty Images
Spámennirnir.
Spámennirnir.
Mynd: Úr einkasafni
Meistaradeildin heldur áfram að rúlla í kvöld og munu þá tvö lið til viðbótar komast í átta-liða úrslitin. Eftir kvöldið verða sex liða af átta komin á það stig keppninnar.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Halldór Árnason

Man City 3 - 0 RB Leipzig (4 - 1)
Vel gert hjá Leipzig að vera ennþá inni í einvíginu en City eru of sterkir á heimavelli og vinna góðan 3-0 sigur. Eftir að City kemst yfir og Leipzig þarf að koma framar ganga þeir frá þessu og halda áfram í leit sinni að fyrsta Meistaradeildartitlinum.

Porto 2 - 1 Inter (2 - 2)
Porto hafa verið virkilega góðir í vetur og nær óstöðvandi á heimavelli. Þrátt fyrir að vera ofarlega á Ítalíu hafa Inter verið ósannfærandi og ekki náð að blanda sér í neina titilbaráttu. Leikurinn fer 2-1 fyrir Porto sem klárar svo dæmið í framlengingu.

Sigurður Heiðar Höskuldsson

Man City 2 - 0 RB Leipzig (3 - 1)
Stórfurðulegur fyrri leikurinn. Leipzig mæta vonandi ekki eins skíthræddir og þeir gerðu í fyrri hálfleiknum í Þýskalandi. Þeir náðu að stuða City-menn í seinni hálfleik þar og munu vonandi reyna það aftur í kvöld. Það verður þó ekki nóg á Etihad. Spái 2-0 þægilegum sigri.

Porto 1 - 1 Inter (1 - 2)
Inter kröftugir í fyrri leiknum og áttu skilið að vinna þann leik en einvígið er galopið. Porto eru ekki vanir að tapa mörgum leikjum á heimavelli og munu taka hressilega á móti Ítölunum. Þetta fer 1-1 í hörkuleik. Inter áfram.

Fótbolti.net spáir - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Man City 2 - 0 RB Leipzig (3 - 1)
Man City sýndi það í fyrri hálfleiknum út í Þýskalandi að þeir eru með betra lið. Þeir sofnuðu hins vegar á verðinum í síðari hálfleik og það má ekki gerast aftur í kvöld. City kemst yfir í fyrri hálfleiknum og klárar dæmið í seinni hálfleik þegar Leipzig fer að færa sig framar á völlinn. Erling Haaland og Riyad Mahrez með mörkin.

Porto 2 - 0 Inter (2 - 1)
Jose Mourinho slagurinn. Ég ætla að giska á að það verði tvö portúgölsk félög í átta-liða úrslitunum. Porto er með virkilega skemmtilegt lið og þeir munu eiga góðan leik á Drekavöllum í kvöld. Otavio verður á skotskónum og hann gerir jafnvel bæði í fræknum sigri. Inter situr eftir með sárt ennið.

Staðan í heildarkeppninni:
Fótbolti.net - 12
Halldór Árnason - 11
Sigurður Heiðar Höskuldsson - 7
Athugasemdir
banner
banner