Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. mars 2023 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Unglingalandsliðskonan Ísabella Sara fer í Val (Staðfest)
Ísabella Sara Tryggvadóttir.
Ísabella Sara Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Andri, bróðir Ísabellu, leikur með karlaliði Vals en þau eru bæði uppalin í KR.
Guðmundur Andri, bróðir Ísabellu, leikur með karlaliði Vals en þau eru bæði uppalin í KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslands- og bikarmeistarar Vals hafa samið við einn efnilegasta leikmann landsins þar sem Ísabella Sara Tryggvadóttir er komin til félagsins frá KR.

Ísabella Sara var með samning við KR sem gilti til ársins 2023 en hefur núna fengið félagaskipti yfir í Val.

Hún spilaði 16 leiki í Bestu deildinni síðasta sumar þegar KR féll og skoraði hún tvö mörk.

Ísabella er dóttir Tryggva Guðmundssonar, markahæsta leikmanns í sögu efstu deildar karla. Þá spilar bróðir hennar, Guðmundur Andri Tryggvason, með karlaliði Vals.

Ísabella er kantmaður sem er fædd árið 2006 en hún á að baki 22 leiki með U16 og U17 landsliðum Íslands. í þessum leikjum hefur hún skorað átta mörk. Hún skoraði til að mynda markið sem tryggði U17 landsliðinu sigur á æfingamóti í Portúgal í síðasta mánuði.

Valur

Komnar
Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir frá Aftureldingu
Hanna Kallmaier frá ÍBV
Rebekka Sverrisdóttir frá KR
Arna Eiríksdóttir frá Þór/KA (var á láni)
Haley Lanier Berg frá Danmörku
Ísabella Sara Tryggvadóttir frá KR

Farnar
Aldís Guðlaugsdóttir í FH
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving í Stjörnuna
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hætt
Brookelynn Paige Entz til HK
Cyera Makenzie Hintzen til Ástralíu
Elín Metta Jensen hætt
Mist Edvardsdóttir hætt
Mariana Sofía Speckmaier
Sandra Sigurðardóttir hætt
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen til Svíþjóðar
Mikaela Nótt Pétursdóttir í Breiðablik (var á láni frá Haukum)
Athugasemdir
banner
banner
banner