Grótta tilkynnti í dag um komu tveggja leikmanna sem munu spila með liðinu í 2. deild í sumar. Dagur Bjarkason er kominn frá grönnunum í KR og Halldór Hilmir Thorsteinson er kominn frá Fram.
„Dagur, sem verður 19 ára gamall á árinu, er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið alls staðar í varnarlínunni sem og á miðju. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 30 leiki með KV ásamt einum bikarleik og þremur Lengjubikarleikjum með KR. Dagur hefur komið af krafti inn í Gróttuliðið síðustu vikur og byrjað alla þrjá leiki liðsins í Lengjubikarnum," segir í tilkynningu Gróttu.
„Dagur, sem verður 19 ára gamall á árinu, er fjölhæfur leikmaður sem getur leikið alls staðar í varnarlínunni sem og á miðju. Þrátt fyrir ungan aldur á hann að baki 30 leiki með KV ásamt einum bikarleik og þremur Lengjubikarleikjum með KR. Dagur hefur komið af krafti inn í Gróttuliðið síðustu vikur og byrjað alla þrjá leiki liðsins í Lengjubikarnum," segir í tilkynningu Gróttu.
Halldór Hilmir var orðaður við ÍR fyrr í vetur. Hann er fæddur árið 2007 og var valinn efnilegasti leikmaður 2. flokks Fram á síðasta ári.
„Halldór Hilmir er ári yngri, verður 18 ára í sumar, og leikur sem varnarmaður. Hann er fæddur og uppalinn Framari og lék upp yngri flokkana með félaginu, fyrst í Safamýrinni og síðar í Úlfarsárdal eftir flutning Fram þangað. Halldór spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik þegar Grótta mætti Haukum í fyrstu umferð Lengjubikarsins í febrúarlok."
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Gróttu, er ánægður með hugarfar nýju leikmannanna.
„Ég er ánægður með komu þessara ungu drengja sem eiga eftir að styrka ungan leikmannahóp Gróttu. Dagur og Halldór eru flottir strákar með metnað fyrir því að ná lengra," er haft eftir Rúnari í tilkynningu Gróttu.
Komnir
Marvin Darri Steinarsson frá Vestra (var á láni hjá ÍA)
Daníel Agnar Ásgeirsson frá Vestra
Caden McLagan frá Bandaríkjunum
Hrannar Ingi Magnússon frá Víkingi
Kristófer Dan Þórðarson frá Haukum
Viktor Orri Guðmundsson frá KR
Dagur Bjarkason frá KR
Björgvin Brimi Andrésson frá KR
Aron Bjarni Arnórsson frá KR
Alexander Arnarsson frá KR
Halldór Hilmir Thorsteinson frá Fram
Einar Tómas Sveinbjarnarson frá KV
Daði Már Patrekur Jóhannsson frá Kríu
Benedikt Þór Viðarsson frá KH
Farnir
Kristófer Orri Pétursson í KR
Gabríel Hrannar Eyjólfsson í KR
Arnar Þór Helgason í Kríu
Pétur Theodór Árnason í Kríu
Arnar Daníel Aðlsteinsson í Fram
Ívan Óli Santos í ÍR
Kristján Oddur Kristjánsson í Val
Aron Bjarki Jósepsson í KV
Hilmar Andrew McShane hættur og farinn í þjálfun
Eirik Soleim Brennhaugen til Noregs
Tómas Orri Róbertsson í FH (var á láni frá Breiðabliki)
Ísak Daði Ívarsson í ÍR (var á láni frá Víkingi)
Damian Timan til Hollands
Samningslausir
Rafal Stefán Daníelsson (2001)
Patrik Orri Pétursson (2000)
Athugasemdir