Fabio Capello sem stýrði meðal annars enska landsliðinu á sínum tíma, var harðorður í garð Pep Guardiola í viðtali við spænska miðilinn El Mundo.
Hann ásakaði Guardiola um að vilja vera í sviðsljósinu á kostnað liðsins og hafi skaðað fótboltann með því að spila leiðinlegan fótbolta sem aðrir hafa hermt eftir.
Hann ásakaði Guardiola um að vilja vera í sviðsljósinu á kostnað liðsins og hafi skaðað fótboltann með því að spila leiðinlegan fótbolta sem aðrir hafa hermt eftir.
Guardiola var spurður út í ummæli Capello á fréttamannafundi.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem herra Fabio Capello segir þetta. Ég er ekki nógu góður til að eyðilegga ítalska fótboltann. Ítalskur fótbolti er mun mikilvægari miðað við hvernig við gerum hlutina. Stórt knús til Fabio," sagði Guardiola.
Athugasemdir