Claudio Ranieri viðurkenndi að Mats Hummels hafi átt skilið að fá rautt spjald þegar liðið féll úr leik í Evrópudeildinni í gær eftir tap gegn Athletic Bilbao.
Rauða spjaldið þótt umdeild ákvörðun. Hummels átti slaka sendingu á Maroan Sannadi og reyndi að redda sér með því að fleygja sér í tæklingu. Í sjálfu sér var tæklingin ekki það slæm, en vafamál var hvort hann hafi farið í boltann á undan. VAR komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið á Sannadi og rænt hann upplögðu marktækifæri.
Rauða spjaldið þótt umdeild ákvörðun. Hummels átti slaka sendingu á Maroan Sannadi og reyndi að redda sér með því að fleygja sér í tæklingu. Í sjálfu sér var tæklingin ekki það slæm, en vafamál var hvort hann hafi farið í boltann á undan. VAR komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið á Sannadi og rænt hann upplögðu marktækifæri.
„Þetta var rautt spjald. Hann hefði átt að senda boltann til vinstri en hann gerði það ekki, svona gerist. Þrátt fyrir það vil ég hrósa liðinu þar sem þeir voru áfram samheldnir á erfiðu augnabliki og börðust til enda," sagði Ranieri.
Roma vann fyrri leikinn 2-1 en tapaði 3-1 í gær. Niico Williams kom Bilbao yfir undir lok fyrri hálfleiks.
„Þetta er synd því okkur leið vel og vorum sannfærðir um að við gætum spilað góðan leik. Svona getur farið í báðar áttir en ég get ekki kennt strákunum um neitt. Þeir spiluðu frábærlega í erfiðri stöðu," sagði Ranieri.
Roma er einnig úr leik í ítalska bikarnum og situr í 7. sæti deildarinnar.
Athugasemdir