Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 14. apríl 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Gaui Lýðs: Ég fer kannski nánar út í það seinna
Í leik með KA veturinn 2018/19
Í leik með KA veturinn 2018/19
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: ÍBV
Guðjón Pétur Lýðsson gekk á mánudag í raðir ÍBV frá Breiðabliki. Hann var til viðtals um skiptin og hafa þegar verið birtir tveir hlutar úr viðtalinu.

Um ÍBV:
Fannst þetta langmest spennandi verkefnið

Um Breiðablik:
„Ég er hreinn og beinn og nenni ekki einhverju bulli"

Guðjón var leikmaður KA í nokkra mánuði veturinn 2018-2019 en það dæmi gekk ekki upp og samdi Gaui við Breiðablik vorið 2019. Ástæðan var sögð vera vegna fjölskylduaðstæðna.

Þú samdir við KA á sínum tíma, er önnur staða á þér að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið núna en var þá?

„Ég ætla ekki að fara í þetta KA-dæmi núna en það gekk bara ekki upp. Það var ekkert tengt mér né mínu sem gerði það að verkum að það gekk ekki upp," sagði Guðjón.

„Það voru ákveðnir hlutir sem gengu ekki upp og þar af leiðandi ákvað ég að fá samningnum rift í góðri sátt við KA og fór annað. Ég sé ekkert eftir því en það var æðislegt að vera á Akureyri og að vera í KA."

„Aðstaðan er að verða betri, það mætti aðeins taka til þar en umhverfið í kring, stuðningsfólk og fólk í kringum klúbbinn var til fyrirmyndar. Ég fer kannski nánar út í það seinna.“


Ætlar þú að flytja til Vestmannaeyja í sumar?

„Við flytjum öll, ég er búinn að fá leyfi frá vinnu og mun flytja 1. maí. Við tökum þetta með fullu gasi í Vestmannaeyjum,“ sagði Guðjón.
Athugasemdir