Tuttosport segir að ítölsku félögin Juventus og Inter hafi áhuga á því að fá sóknarmanninn Moise Kean til liðs við sig fyrir næsta tímabil.
Þessi 21 árs ítalski leikmaður er hjá PSG í Frakklandi á lánssamningi frá Everton.
Kean sjálfur segist ekki vita hvar hann spili á næsta tímabili en samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er Everton með 50 milljóna evra verðmiða á leikmanninum.
Þessi 21 árs ítalski leikmaður er hjá PSG í Frakklandi á lánssamningi frá Everton.
Kean sjálfur segist ekki vita hvar hann spili á næsta tímabili en samkvæmt ítölskum fjölmiðlum er Everton með 50 milljóna evra verðmiða á leikmanninum.
Kean kom upp úr akademíu Juventus og ítalska félagið vill fá hann aftur til sín. Mögulegt er að Juventus bjóði Everton að fá tyrkneska miðvörðinn Merih Demiral upp í kaupverðið.
Kean hefur skorað 18 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum fyrir PSG á þessu tímabili.
Athugasemdir