Spænski viðskiptamaðurinn Erik Alonso mun ekki kaupa enska félagið Derby County en fyrirtæki hans No Limit Sports Limited, samþykkti í apríl að taka yfir félagið. Ekki hefur þó tekist að klára þessi fyrirhuguðu kaup og þau eru nú runnin út í sandinn.
Mel Morris, eigandi Derby, hefur í marga mánuði reynt að selja félagið og er þetta önnur fyrirhuguð sala sem ekkert verður úr.
Mel Morris, eigandi Derby, hefur í marga mánuði reynt að selja félagið og er þetta önnur fyrirhuguð sala sem ekkert verður úr.
Derby náði naumlega að bjarga sér frá falli úr Championship-deildinni en stjóri liðsins er Wayne Rooney. Eftir lokaumferðina sagði Rooney að eignarhald félagsins þyrfti nauðsynlega að fara að komast á hreint.
Mikil óvissa ríkir hjá Derby en vafasamir viðskiptahættir félagsins gera það að verkum að hætta er á að félagið verði sektað af enska knattspyrnusambandinu eða stig verði dregin af liðinu fyrir næsta tímabil.
Athugasemdir