Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 14. júní 2018 12:17
Arnar Daði Arnarsson
Gelendzhik
Rúrik: Heimir velur alltaf rétt byrjunarlið
Icelandair
Rúrik
Rúrik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefur verið að byggjast upp hægt og rólega. Ég get alveg vottað fyrir það að það er smá spenna í hópnum," sagði Rúrik Gíslason leikmaður Sandhausen og íslenska landsliðsins.

Íslenskaliðið æfir í dag í Gelendzhik fyrir hádegi og flýgur síðan yfir til Moskvu seinni partinn. Liðið mætir síðan Argentínu í höfuðborginni á laugardaginn klukkan 13:00.

Rúrik segir að liðið sé vel undirbúið fyrir leikinn á laugardaginn.

„Ég veit nú ekki töluna á því hversu oft við höfum fundað um þá, en það er nokkrum sinnum og síðasti fundur var í gærkvöldi þar sem við fórum yfir sóknar- og varnarleik. Ég held að við getum ekki verið miklu meira undirbúnir," sagði Rúrik sem vonast til að fá mínútur á laugardaginn.

„Það hefur ekkert gefið til kynna í þeim efnum. Eins og áður held ég að byrjunarliðið verði rétta byrjunarliðið. Það eru held ég allir í hópnum með mikilvæg hlutverk, hvort sem það er inn á vellinum eða utan vallar. Ég held að það sé mikilvægt að við séum saman í þessu en auðvitað langar öllum að spila," sagði Rúrik sem vildi lítið gefa upp hvort hann væri bjartsýnn á það að byrja leikinn á laugardaginn.

„Ég er alltaf klár ef kallið kemur. Heimir hefur alltaf einhvern vegin valið rétta byrjunarliðið og það verður líka þannig núna."

Viðtalið í heild sinni við Rúrik má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner