Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 14. júní 2021 23:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Erfitt að byrja upp á nýtt eftir 2 vikna pásu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðu liðsins í dag," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 0 - 2 sigur á Leikni í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  2 KR

„Við vorum í tveggja vikna fríi og erfitt að byrja upp á nýtt. Við tókum engan æfingaleik í þessari tveggja vikna pásu eins og ég hef oftast viljað gera. En við ákváðum að æfa vel, við vorum með marga leikmenn lemstraða eftir þessa erfiðu 7 leikja törn. Þess vegna byrjuðum við á hápressu í dag til að keyra menn í gang svo það yrði ekki slen yfir okkur," bætti hann við.

KR var með 0-1 forystu í hálfleik með marki Pálma Rafns Pálmasonar. Rúnar vildi meira.

„Ég hefði viljað fara með fleiri mörk á bakinu inn í hálfleikinn, vera með tvö eða þrjú núll og vera búnir að klára leikinn. Leiknisliðið er stórhættulegt, þeir hafa spilað vel í sumar og eru gott lið. Flottur þjálfari með gott skipulag á liðinu sínu, það er gaman að fylgjast með þeim. Við erum ofboðslega sáttir með að ná í 3 stig hér og halda markinu okkar hreinu."

Nánar er rætt við Rúnar í sjónvarpinu að ofan. Hann ræðir þar gult spjald sem Kjartan Henry Finnbogason fékk á sig.

„Það er fáránlegt, algjörlega fáránlegt. Hann var bara að reyna að blokkera langa sendingu markmannsins fram, og markmaðurinn fylgir eftir með spyrnunni því ef maður sparkar í bolta þá fer löppin áfram. Hann sparkaði bara sjálfur í Kjartan sem var að reyna að blokkera þetta. Þetta er bara aukaspyrna og áfram með leikinn en gult spjald var alveg út í hött fannnst mér."
Athugasemdir
banner