Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   mán 14. júní 2021 23:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Erfitt að byrja upp á nýtt eftir 2 vikna pásu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega ánægður með frammistöðu liðsins í dag," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 0 - 2 sigur á Leikni í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  2 KR

„Við vorum í tveggja vikna fríi og erfitt að byrja upp á nýtt. Við tókum engan æfingaleik í þessari tveggja vikna pásu eins og ég hef oftast viljað gera. En við ákváðum að æfa vel, við vorum með marga leikmenn lemstraða eftir þessa erfiðu 7 leikja törn. Þess vegna byrjuðum við á hápressu í dag til að keyra menn í gang svo það yrði ekki slen yfir okkur," bætti hann við.

KR var með 0-1 forystu í hálfleik með marki Pálma Rafns Pálmasonar. Rúnar vildi meira.

„Ég hefði viljað fara með fleiri mörk á bakinu inn í hálfleikinn, vera með tvö eða þrjú núll og vera búnir að klára leikinn. Leiknisliðið er stórhættulegt, þeir hafa spilað vel í sumar og eru gott lið. Flottur þjálfari með gott skipulag á liðinu sínu, það er gaman að fylgjast með þeim. Við erum ofboðslega sáttir með að ná í 3 stig hér og halda markinu okkar hreinu."

Nánar er rætt við Rúnar í sjónvarpinu að ofan. Hann ræðir þar gult spjald sem Kjartan Henry Finnbogason fékk á sig.

„Það er fáránlegt, algjörlega fáránlegt. Hann var bara að reyna að blokkera langa sendingu markmannsins fram, og markmaðurinn fylgir eftir með spyrnunni því ef maður sparkar í bolta þá fer löppin áfram. Hann sparkaði bara sjálfur í Kjartan sem var að reyna að blokkera þetta. Þetta er bara aukaspyrna og áfram með leikinn en gult spjald var alveg út í hött fannnst mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner