Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 14. júní 2022 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Kristján: Ekki skotæfing á morgun, hún var í gær
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við nýttum ekki færin í dag, fáum færi strax i upphafi leiks sem við náum ekki að klára og strax eftir að við fáum á okkur markið fáum við mjög gott færi en við náum ekki að nýta þau og því fór sem fór.“ Sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar sem laut í gras fyrir Keflavík 1-0 suður með sjó í kvöld í leik liðanna í 9.umferð Bestu deldar kvenna.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Stjarnan

Stjarnan fékk urmull marktækifæra í leiknum en eftir því sem leið á leikinn virtist trúin á það að skora mark fara minnkandi í liði Stjörnunar. Hvort sem það var varnarmaður, Samantha í marki Keflavíkur eða hinn víðfrægi herslumunur vildi boltinn ekki inn. Hafði lið Kristjáns ekki trú á því að þær væru að fara að skora?

„Jú jú, við höfðum alveg trú því. Við kannski vönduðum okkur ekki nógu vel. En maður veit ekki, það er kannski það sama sem gerist í þessum færum okkar og þegar við verjumst þessu horni sem þær skora úr. Að það vanti einhver tíu prósent upp á allt sé klárt að negla þessu inn eða negla þesu frá en það var bara fullt af hlutum sem féll ekki okkar megin og það er bara stundum þannig í fótbolta.“

Kristján var að lokum spurður hvort hann hyggðist setja liðið á skotæfingu á morgun í ljósi færanýtingarinnar í kvöld og ekki stóð á svörum frá honum frekar enn fyrri daginn.

„Nei það verður alveg örugglega ekki skotæfing á morgun. Hún var í gær.“

Sagði Kristján glaðlega en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner