Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   þri 14. júní 2022 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Kristján: Ekki skotæfing á morgun, hún var í gær
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við nýttum ekki færin í dag, fáum færi strax i upphafi leiks sem við náum ekki að klára og strax eftir að við fáum á okkur markið fáum við mjög gott færi en við náum ekki að nýta þau og því fór sem fór.“ Sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar sem laut í gras fyrir Keflavík 1-0 suður með sjó í kvöld í leik liðanna í 9.umferð Bestu deldar kvenna.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Stjarnan

Stjarnan fékk urmull marktækifæra í leiknum en eftir því sem leið á leikinn virtist trúin á það að skora mark fara minnkandi í liði Stjörnunar. Hvort sem það var varnarmaður, Samantha í marki Keflavíkur eða hinn víðfrægi herslumunur vildi boltinn ekki inn. Hafði lið Kristjáns ekki trú á því að þær væru að fara að skora?

„Jú jú, við höfðum alveg trú því. Við kannski vönduðum okkur ekki nógu vel. En maður veit ekki, það er kannski það sama sem gerist í þessum færum okkar og þegar við verjumst þessu horni sem þær skora úr. Að það vanti einhver tíu prósent upp á allt sé klárt að negla þessu inn eða negla þesu frá en það var bara fullt af hlutum sem féll ekki okkar megin og það er bara stundum þannig í fótbolta.“

Kristján var að lokum spurður hvort hann hyggðist setja liðið á skotæfingu á morgun í ljósi færanýtingarinnar í kvöld og ekki stóð á svörum frá honum frekar enn fyrri daginn.

„Nei það verður alveg örugglega ekki skotæfing á morgun. Hún var í gær.“

Sagði Kristján glaðlega en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir