Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   þri 14. júní 2022 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Kristján: Ekki skotæfing á morgun, hún var í gær
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við nýttum ekki færin í dag, fáum færi strax i upphafi leiks sem við náum ekki að klára og strax eftir að við fáum á okkur markið fáum við mjög gott færi en við náum ekki að nýta þau og því fór sem fór.“ Sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunar sem laut í gras fyrir Keflavík 1-0 suður með sjó í kvöld í leik liðanna í 9.umferð Bestu deldar kvenna.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Stjarnan

Stjarnan fékk urmull marktækifæra í leiknum en eftir því sem leið á leikinn virtist trúin á það að skora mark fara minnkandi í liði Stjörnunar. Hvort sem það var varnarmaður, Samantha í marki Keflavíkur eða hinn víðfrægi herslumunur vildi boltinn ekki inn. Hafði lið Kristjáns ekki trú á því að þær væru að fara að skora?

„Jú jú, við höfðum alveg trú því. Við kannski vönduðum okkur ekki nógu vel. En maður veit ekki, það er kannski það sama sem gerist í þessum færum okkar og þegar við verjumst þessu horni sem þær skora úr. Að það vanti einhver tíu prósent upp á allt sé klárt að negla þessu inn eða negla þesu frá en það var bara fullt af hlutum sem féll ekki okkar megin og það er bara stundum þannig í fótbolta.“

Kristján var að lokum spurður hvort hann hyggðist setja liðið á skotæfingu á morgun í ljósi færanýtingarinnar í kvöld og ekki stóð á svörum frá honum frekar enn fyrri daginn.

„Nei það verður alveg örugglega ekki skotæfing á morgun. Hún var í gær.“

Sagði Kristján glaðlega en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir