„Við vissum að KA er í hörku prógrami núna. Þeir eru búnir að spila 3-4 mjög stóra leiki á síðustu tveimur vikum og það er mikið álag á þeim," sagði Ásgeir Þór Ingólfsson fyrirliði Grindvíkinga eftir 2-1 sigur á KA í kvöld.
„Við vissum að við þyrftum að mæta þeim af hörku. Fyrri hálfleikur einkenndist af löngum sendingum og var mjög leiðinlegur. Það var líka mjög leiðinlegt að spila hann. Síðari hálfleikur var mun skemmtilegri."
„Við vissum að við þyrftum að mæta þeim af hörku. Fyrri hálfleikur einkenndist af löngum sendingum og var mjög leiðinlegur. Það var líka mjög leiðinlegt að spila hann. Síðari hálfleikur var mun skemmtilegri."
Lestu um leikinn: Grindavík 2 - 1 KA
Ívar Örn Árnason, leikmaður KA, fékk beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu í fyrri hálfleik.
„Ég sá þetta mjög vel. Hákon tæklar boltann og þeir fara báðir svolítið glannalega í þetta. Hann fer með báðar lappir beint í legginn á honum. Ég myndi viðurkenna núna ef þetat væri ekki rautt en mér fannst þetta vera rautt. Það er góður skurður á leggnum á honum en ég skil gremju KA manna mjög vel.
Grindvíkingar eru eftir leikinn með 17 stig í 6. sæti deildarinnar.
„Í síðustu sjö leikjum höfum við unnið fimm, gert eitt jafntefli og tapað einum. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur því KA hefði getað komist sjö stigum á undan okkur en nú er munurinn bara eitt stig," sagði Ásgeir sem fór af miðjunni í hjarta varnarinnar í síðari hálfleik.
„Það kom mér á óvart að ég ætti að fara í miðvörðinn en ég leysti það eins og Rio Ferdinand held ég."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en við biðjumst afsökunar á hljóðtruflunum í því.
Athugasemdir