Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 14. júlí 2019 10:30
Oddur Stefánsson
Coutinho fer ekki - Neymar að predika
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Powerade slúðrið er auðvitað á sínum stað og er eins og vanalega troðfullt. Coutinho, Neumar og Paul Pogba eru allir saman í slúðurpakkanum.

Phillipe Coutinho (27) leikmaður Barcelona vill í fara í Manchester United og þó það sé enn möguleiki að fara í Liverpool er líklegast að hann fari í PSG. (Exspress)

Barcelona hefur sagt umboðsmanni Coutinho að þeir ætli ekki að selja hann, en hann telur að verið sé að vinna í því að losa Coutinho frá félaginu. (Sky Sports)

Bayern Munich hefur ekki enn lagt árar í bát og eru að undirbúa 45 milljón punda boð í Callum Hudson Odoi (18) leikmann Chelsea. (Mail)

Manchester United mun ekki selja Paul Pogba (26) til Real Madrid ef þeir bjóða í hann eftir markaðslok þann áttunda ágúst. (Mirror)

Harry Magurie (26) leikmaður Leicester, sem hefur verið orðaður við Manchester United á 75 milljónir punda, hefur sagt félaginu að hann vilji fara. (Sun)

Maguire ásakar Leicester um að óska eftir of miklum pening til að halda honum en bæði United og City hafa boðið 70 milljónir punda sem hefur verið hafnað. (Sun)

Neymar (27) heldur áfram að reyna að koma sér til Barcelona með því að segja að hans besta minning er þegar Barcelona sigraði PSG 6 - 1 árið 2017. (Mail)

Neymar hefur einnig sett olíu á eldinn með því að birta mynd af sér í treyju PSG ásamt dularfullum texta úr gamla testamentinu. (Goal.com)

Christian Eriksen (27) mun að öllum líkindum vera um kyrrt hjá Tottenham þar sem fá lið eiga efni á dananum. (Guardian)

Liverpool hefur áhuga á Fedor Chalov (21) leikmanni CSKA Moscow. Arsenal, Manchester City, Tottenham, Chelsea og Manchester United eru sögð einnig hafa áhuga. (Mirror)

Tottenham hefur enn áhuga á Giovani lo Celso (23) leikmanni Real Betis eftir að Real Betis einbeita sér á Nabil Fekir (25) leikmanni Lyon. (Football.London)

Daniel Sturridge (29) hefur fengið tilboð frá Bologna eftir að hann sagði skilið við Liverpool. (Express)

Burnley er að undirbúa 7 milljón punda boð í Joakim Maehle (22) sem leikur með Genk. (Sun)

Arsenal er tilbúið að ganga á eftir Nicolo Zaniolo (20) leikmanni Roma en Tottenham og Juventus hafa verið á eftir leikmanninum. (Calciomercato)

Þrjú skófyrirtæki eru að slást um að fá undirskrift Leroy Sane (23) leikmanni Manchester City sem hefur verið orðaður við Bayern Munich. (Sun)

Liverpool hefur ekki fengið tilboð frá Real Madrid í senegalan Sadio Mane (27) þrátt fyrir að Saer Seck forseti knattspyrnusambands Senegal gefa það í skyn að Real hafi gert tilboð. (Liverpool Echo)

Atletico Madrid eru komin langt í að ganga frá kaupum á Elseid Hysaj (25) leikmanni Napoli en hann hefur líka verið orðaður við Manchester United. (Football Italia)

Antonee Robinson er við það að yfirgefa Everton en hinn 21 ára gamli vinstri bakvörður er líklegastur að fara í Wigan. (Liverpool Echo)

Dani Olmo (21) leikmaður Dinamo Zagreb útilokar ekki að færa sig í sessi eftir að hafa verið orðaður við Manchester United (Manchester Evening News)

Idridda Gueye (29) leikmaður Everton segir að hann átti sig alveg á sögunum um að hann gæti farið í PSG en að hann sé einbeittur á Afíku keppnina. (Sport Witness)

Adil Rami (33) hefur hætt við að klára ferilinn í MLS eftir sambandsslit sín við Pamelu Anderson. (L'Equipe)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner