Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. júlí 2019 18:56
Arnar Helgi Magnússon
Pepsi Max-deildin: Valgeir tryggði HK stigin þrjú - Sex töp í síðustu sjö hjá KA
Valgeir skoraði glæsilegt sigurmark HK!
Valgeir skoraði glæsilegt sigurmark HK!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
BBB kom HK yfir í leiknum.
BBB kom HK yfir í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 2 - 1 KA
1-0 Björn Berg Bryde ('33 )
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('43 , víti)
2-1 Valgeir Valgeirsson ('85 )

HK skaust upp í áttunda sæti Pepsi Max-deildarinnr í kvöld með 2-1 sigri á KA í Kórnum. Hinn ungi Valgeir Valgeirsson skoraði sigurmarkið þegar lítið var eftir af leiknum.

Leikurinn var fjörugur til að byrja með. Bæði lið fengu fín færi og bara tímaspursmál hvenær ísinn yrði brotinn.

Smelltu hér til þess að fara í beina textalýsingu úr leiknum

Það var rúmlega hálftími liðinn af leiknum þegar HK fékk hornspyrnu. Boltinn barst þá á Björn Berg Bryde eftir að hafa skoppað manna á milli í teignum og miðvörðurinn knái potaði boltanum í markið af stuttu færi.

HK var sterkari aðilinn eftir að hafa náð forystunni. Það var hinsvegar KA sem að skoraði næsta mark leiksins og þar var að verki Hallgrímur Mar Steingrímsson af vítapunktinum.

Arnar Freyr, markvörður HK, braut þá af sér eftir mistök í vörn HK. Hallgrímur sendi Arnar í vitlaust horn og jafnaði leikinn. 1-1 í hálfleik.

HK var nálægt því að endurheimta forystunna í upphafi síðari hálfleiks þegar Birkir Valur átti fasta fyrirgjöf sem að hrökk af varnarmanni KA og þaðan í þverslána.

KA hafði verið sterkari aðilinn áður en að ungstirnið Valgeir Valgeirsson skoraði sigurmark HK þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

HK fékk hornspyrnu og boltinn barst út í teig þar sem Valgeir var búinn að staðsetja sig vel og hann hamraði boltanum í vinkilinn fjær. Glæsimark hjá hinum unga Valgeiri og ekki skemmir það fyrir að þetta hafi verið sigurmark leiksins!



Lokamínúturnar voru ansi dramatískar en Bjarni Gunnarsson og Steinþór Freyr fengu báðir að líta rautt spjald. Steinþór Freyr fékk sitt seinna gula fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að brot var dæmt.

Lokatölur í Kórnum, 2-1, og HK er nú komið með tvo sigurleiki í röð á meðan útlitið er dökkt hjá Norðanmönnum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner