Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 14. júlí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið Gunnhildar tók fjögur stig úr fjórum leikjum á mótinu í Utah
Kvenaboltinn
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur spilað þrjá af fjórum leikjum Utah Royals á NWSL Challenge Cup í Bandaríkjunum.

Átta lið bandarísku kvennadeildarinnar taka þátt á mótinu sem allt var haldið í Utah. Mótið var spilað í stað deildarinnar sem var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.

Utah Royals hefur hingað til spilað fjóra leiki og unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað tveimur. Liðið tapaði 2-0 fyrir Chicago Red Stars í gærnótt og spilaði Gunnhildur Yrsa allan leikinn.

Öll lið mótsins leika fjóra leik og spila svo í úrslitakeppni. Utah hefur leikið sína fjóra leiki.

Gunnhildur Yrsa er 31 árs gömul og hefur leikið með Utah Royals í Bandaríkjunum frá 2018. Hún á að baki 71 A-landsleik fyrir Ísland og hefur hún í þeim skorað tíu mörk.
Athugasemdir
banner
banner