Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. júlí 2021 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Maguire: Þetta var ógnvekjandi - Pabbi á erfitt með andardrátt
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Ensk yfirvöld hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir alltof slakar varúðarráðstafanir fyrir úrslitaleik Evrópumótsins á Wembley.

England tapaði þar í vítaspyrnukeppni gegn Ítölum en tugir miðalausra Englendinga ruddust inn á völlinn fyrir upphafsflautið. Þeir réðust á gæslu- og lögreglumenn og sendu nokkra tugi þeirra á spítala.

Lúskrað var á ítölskum stuðningsmönnum inni á Wembley eftir leikinn þar sem litla sem enga gæslu var að sjá. Það eru til myndbönd sem sýna að það er fyrir einskæra heppni að ekki fór illa í ákveðnum tilfellum.

Faðir Harry Maguire, miðvarðar enska landsliðsins, lenti í Englendingunum sem ruddust inn á Wembley og gæti verið með brotin rifbein. Hann á erfitt með andardrátt og er Maguire ekki sáttur.

„Pabbi lenti á milli í átökunum. Ég hef ekki náð að tala mikið við hann en ég er þakklátur fyrir að börnin mín fóru ekki á leikinn," sagði Maguire.

„Þetta var verulega ógnvekjandi og það er ekki tilfinning sem neinn ætti að finna fyrir á knattspyrnuvelli. Pabbi minn á erfitt með andardrátt útaf hann varð fyrir hnjaski á rifbeinum en hann er ekki mikið fyrir að kvarta.

„Vonandi lærum við af þessu og tryggjum að svona staða geti ekki komið upp aftur. Þetta hefði getað endað virkilega illa."


UEFA og FA hafa hrint rannsóknum af stað og eru miklar líkur á því að Englendingum verði refsað. Ólíklegt er að England fái að hýsa stórmót í knattspyrnu á næsta áratugi ef öryggismálin voru ekki í lagi á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner