Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. júlí 2021 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vísir 
Stefán Teitur missir af fyrstu leikjunum vegna meiðsla
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Teitur Þórðarson, ungur miðjumaður Silkeborg í danska boltanum, missir af fyrstu umferðum tímabilsins eftir að hafa meiðst á hné í æfingaleik gegn Hamburg.

Meiðslin eru sem betur fer ekki alvarleg og ætti Stefán Teitur að jafna sig á örfáum vikum.

Stefán Teitur lék mikilvægt hlutverk er Silkeborg fór upp úr dönsku B-deildinni í vor og stimplaði sig rækilega inn í liðið. Hann lék með U21 landsliði Íslands á lokamóti EM og spilaði sína fyrstu A-landsleiki í júní.

„Þetta eru mjög góðar fréttir, en þó bæði súrt og sætt. Það er auðvitað ömurlegt að meiðast þegar það er vika í mótið en maður verður bara að bíða aðeins lengur,“ sagði Stefán Teitur meðal annars í samtali við Vísi.

Stefán missir af næstu tveimur leikjum gegn SönderjyskE og Kaupmannahöfn en gæti verið klár í slaginn gegn Álaborg um verslunarmannahelgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner