Kanada 2 - 2 Úrúgvæ
0-1 Rodrigo Bentancur ('8)
1-1 Ismael Kone ('22)
2-1 Jonathan David ('80)
2-2 Luis Suárez ('92)
3-4 í vítaspyrnukeppni
0-1 Rodrigo Bentancur ('8)
1-1 Ismael Kone ('22)
2-1 Jonathan David ('80)
2-2 Luis Suárez ('92)
3-4 í vítaspyrnukeppni
Úrúgvæ endar í þriðja sæti í Copa América í ár eftir að hafa sigrað Kanada í vítaspyrnukeppni í nótt.
Liðin mættust í skemmtilegri viðureign þar sem Rodrigo Bentancur tók forystuna fyrir Úrúgvæ en Ismael Kone náði að jafna fyrir Kanada á 22. mínútu.
Það ríkti jafnræði með liðunum sem skiptust á að stjórna leiknum en staðan hélst 1-1 allt þar til á lokakaflanum.
Jonathan David kom þá inn af bekknum og tók forystuna fyrir Kanada á 80. mínútu. Það virtist vera sigurmark leiksins en gamli refurinn Luis Suárez var á öðru máli og gerði hann jöfnunarmark í uppbótartíma til að knýja fram vítaspyrnukeppni.
Báðar þjóðir skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnunum sínum en Ismael Kone og Alphonso Davies klúðruðu fyrir Kanada á meðan Úrúgvæjarnir skoruðu úr öllum sínum.
Luis Suárez skoraði úr fjórðu spyrnu Úrúgvæ og reyndist það sigurmarkið í vítakeppninni.
Argentína og Kólumbía mætast í úrslitaleik mótsins næstu nótt.
Athugasemdir