Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   fös 14. ágúst 2020 22:22
Arnar Laufdal Arnarsson
Guðjón Pétur: Þeir múruðu bara fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Í kvöld klukkan 19:15 áttust við Stjarnan og Grótta á Samsung-vellinum í 12. umferð Pepsi-Max deildar karla en leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir fjörugar 90 mínútur.

"Ég myndi ekki segja þetta hafi verið opinn leikur, þeir bara múruðu fyrir og voru þéttir, spiluðu með tvær eða þrjár línur í kringum teiginn sinn og við vorum í veseni með að opna þá en það tókst alveg tvisvar, þrisvar og það var bara hálf fúlt að Kalli hafi skorað þarna" Sagði Guðjón eftir svekkjandi jafntefli í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Grótta

Hvernig fannst Guðjóni frammistaða sinna manna í kvöld?

"Hún var bara allt í lagi, við vorum að spila við fínt Gróttulið, þeir eru búnir að vera þéttir upp á síðkastið og þeir vita sína kosti og þeir gera þá vel en við vorum kannski ekki alveg nógu góðir að ná að skapa okkur en samt sem áður skorum við allavega eitt mark, hefðum getað skorað svona 2-3 í viðbót en því miður þá var þetta ekki nóg"

Sanngjörn úrslit í dag?

"Sanngjörn, það finnst mér ekki, þeir fá þrjú horn og markið þeirra þannig ég ætla ekki að segja þetta hafi verið sanngjarnt, við kannski sköpum ekki nóg, við áttum að gera betur þannig það getur vel verið"
Athugasemdir
banner