Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
mánudagur 11. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 9. ágúst
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna
miðvikudagur 6. ágúst
Besta-deild karla
mánudagur 4. ágúst
Besta-deild kvenna
laugardagur 2. ágúst
miðvikudagur 30. júlí
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
mánudagur 28. júlí
Besta-deild karla
laugardagur 26. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
fimmtudagur 24. júlí
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. júlí
þriðjudagur 22. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
sunnudagur 20. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 17. júlí
Besta-deild karla
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 15. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 14. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 13. júlí
þriðjudagur 12. ágúst
Deildabikarinn
Swansea - Crawley Town - 18:00
Barrow - Preston NE - 18:30
Middlesbrough - Doncaster Rovers - 18:30
Newport - Millwall - 18:30
Stockport - Crewe - 18:30
Accrington Stanley - Peterboro - 18:45
Blackburn - Bradford - 18:45
Blackpool - Port Vale - 18:45
Bristol City - MK Dons - 18:45
Bristol R. - Cambridge United - 18:45
Cardiff City - Swindon Town - 18:45
Charlton Athletic - Stevenage - 18:45
Chesterfield - Mansfield Town - 18:45
Coventry - Luton - 18:45
Gillingham - Wimbledon - 18:45
Grimsby - Shrewsbury - 18:45
Harrogate Town - Lincoln City - 18:45
Leyton Orient - Wycombe - 18:45
Northampton - Southampton - 18:45
Oxford United - Colchester - 18:45
Plymouth - QPR - 18:45
Portsmouth - Reading - 18:45
Salford City - Rotherham - 18:45
Stoke City - Walsall - 18:45
Tranmere Rovers - Burton - 18:45
Watford - Norwich - 18:45
West Brom - Derby County - 18:45
Wigan - Notts County - 18:45
Wrexham - Hull City - 18:45
Bromley - Ipswich Town - 19:00
Meistaradeildin
1 1 Klisman Cake ('16, sjálfsmark)
2 1 Kady Borges ('18)
3 1 Nariman Akhundzade ('33)
Kamer Qaka - Shkendija (North Macedonia) ('35, gult spjald)
4 1 Marko Jankovic ('35, víti)
Adamu Alhassan - Shkendija (North Macedonia) ('48, gult spjald)
FCK 0 - 0 Malmö
Fenerbahce 0 - 0 Feyenoord
Plzen 0 - 0 Rangers
Club Brugge (Belgium) - Salzburg - 17:30
Ferencvaros (Hungary) - Ludogorets - 18:15
Slovan (Slovakia) - Kairat (Kazakhstan) - 18:15
Benfica - Nice - 19:00
Rauða stjarnan - Lech Poznan - 19:00
Evrópudeildin
Shelbourne (Ireland) - Rijeka (Croatia) - 18:45
Damallsvenskan - Women
Rosengard W 0 - 0 Hammarby W
þri 12.ágú 2025 12:00 Mynd: EPA
Magazine image

Spáin fyrir enska: 4. sæti

Enska úrvalsdeildin, þjóðaríþrótt Íslendinga, fer aftur af stað á föstudaginn þegar Liverpool og Bournemouth eigast við í opnunarleik. Líkt og síðustu ár þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Núna er komið að topp fjórum en fyrsta liðið þar er Chelsea sem var rétt á eftir liðinu sem er í þriðja sæti.

Chelsea fór með sigur af hólmi í Sambandsdeildinni á síðasta tímabili.
Chelsea fór með sigur af hólmi í Sambandsdeildinni á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Enzo Maresca, stjóri Chelsea.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea.
Mynd/EPA
Kaldur Cole Palmer.
Kaldur Cole Palmer.
Mynd/EPA
Reece James er fyrirliðinn. Núna þarf hann bara að haldast heill.
Reece James er fyrirliðinn. Núna þarf hann bara að haldast heill.
Mynd/EPA
Moises Caicedo ver vörnina stórkostlega.
Moises Caicedo ver vörnina stórkostlega.
Mynd/EPA
Argentínski miðjumaðurinn Enzo Fernandez.
Argentínski miðjumaðurinn Enzo Fernandez.
Mynd/EPA
Joao Pedro var keyptur frá Brighton í sumar.
Joao Pedro var keyptur frá Brighton í sumar.
Mynd/Chelsea
Noni Madueke var seldur til Arsenal.
Noni Madueke var seldur til Arsenal.
Mynd/Arsenal
Liam Delap kom frá Ipswich.
Liam Delap kom frá Ipswich.
Mynd/Chelsea
Jamie Gittens er áhugaverður leikmaður.
Jamie Gittens er áhugaverður leikmaður.
Mynd/Chelsea
Rætt hefur verið um Estevao í sömu setningu og Neymar.
Rætt hefur verið um Estevao í sömu setningu og Neymar.
Mynd/EPA
Levi Colwill og Marc Cucurella. Sá fyrrnefndi meiddist illa á dögunum.
Levi Colwill og Marc Cucurella. Sá fyrrnefndi meiddist illa á dögunum.
Mynd/EPA
Robert Sanchez er í markinu.
Robert Sanchez er í markinu.
Mynd/EPA
Christopher Nkunku og Pedro Neto.
Christopher Nkunku og Pedro Neto.
Mynd/EPA
Behdad Eghbali og Todd Boehly, eigendur Chelsea.
Behdad Eghbali og Todd Boehly, eigendur Chelsea.
Mynd/EPA
Miðvörðurinn Tosin Adarabioyo.
Miðvörðurinn Tosin Adarabioyo.
Mynd/EPA
Garnacho er líklega á leiðinni.
Garnacho er líklega á leiðinni.
Mynd/EPA
Frá Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.
Frá Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.
Mynd/EPA
Chelsea er félag sem hefur svo sannarlega verið fróðlegt að fylgjast með eftir að Todd Boehly og fjárfestingahópurinn Clearlake Capital tóku við eignarhaldinu fyrir nokkrum árum síðan. Ekki að það hafi verið leiðinlegt að fylgjast með þeim fyrir það, en það varð mun athyglisverðara í ljósi stefnunnar. Leikmönnum var hrúgað þarna inn og þeir fengu hver á fætur öðrum átta eða níu ára samninga. Það var í raun á tímabili eins og það væri engin stefna; bara að fá sem flesta spennandi leikmenn og vinna út frá því. En með komu Enzo Maresca, stjóra liðsins, í fyrra þá virðist hann hafa tekið aðeins meiri stjórn og mótað hópinn betur.
Hann vildi ekki hafa 40 manns á æfingum og lét alveg vita af því. Hann var harður við ákveðna leikmenn og hefur verið það aftur í sumar þar sem nokkrir leikmenn hafa bara ekki fengið númer hjá félaginu. Má þar nefna Raheem Sterling og Ben Chilwell til dæmis en þessir leikmenn mega fara frá félaginu. Chelsea hefur tekist vel að selja og fengið ágætis upphæðir fyrir leikmenn á borð við Noni Madueke og Joao Felix sem verður í raun að teljast einhvers konar kraftaverk í ljósi þess hve miklu þessir leikmenn skiluðu inn á vellinum fyrir Chelsea.

Chelsea tók jákvæð skref undir stjórn Maresca á síðasta tímabili og var lengi vel í titilbaráttu, þangað til hann talaði liðið í raun út úr henni. Þegar liðið var að berjast á toppnum þá talaði hann um að liðið væri ekki tilbúið og svo datt botninn úr þessu. Á þeim tímapunkti hefði maður viljað sjá Maresca vera svalari en hann er ekki vanur aðalþjálfari. Það er vonandi að hann hafi lært af þessu og Chelsea hópurinn líka því þetta er félag sem vill vera að berjast á toppnum. Þeir sýndu það í sumar að þeir eru þess megnugir þar sem þeir fóru alla leið á HM félagsliða og rústuðu mögnuðu liði Paris Saint-Germain í úrslitaleiknum. PSG átti möguleika gegn mögnuðu Chelsea liði en fyrirfram var það engan veginn það sem maður bjóst við í þeim leik. Chelsea hefur á síðustu árum gengið í gegnum nýja tíma hjá nýjum eigendum en þetta er félag sem hefur lagt það í vana sinn að vinna titla og sumarið - þar sem HM félagsliða vannst - gæti verið byrjunin á einhverju stóru. Það má ekki líka gleyma því að þeir unnu Sambandsdeildina á síðustu leiktíð og eru núna eina félagið sem er með allt galleríið í sínum bikaraskáp.



Stjórinn: Enzo Maresca tók við Chelsea fyrir síðastliðið tímabil og það ráku einhverjir upp stór augu þegar hann var ráðinn þar sem hann hafði ekki mikla reynslu af því að vera aðalþjálfari. Maresca er Ítali sem spilaði fyrir félög á borð við Juventus, Sevilla, Fiorentina og Málaga á leikmannaferli sínum. Maresca hóf svo þjálfaraferil sinn í þjálfarateymi Ascoli í B-deildinni á Ítalíu en hann var svo mótaður af Manuel Pellegrini og Pep Guardiola þar sem hann var í þjálfarateymum West Ham og Manchester City. Hann þjálfaði unglingalið City og varð Englandsmeistari með þeim. Hans fyrsta aðalþjálfarastarf var með Parma á Ítalíu en hann entist ekki lengi þar. Hann tók svo við Leicester eftir að hafa snúið aftur til Man City sem aðstoðarþjálfari. Hjá Leicester kom hann liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina með því að vinna Championship-deildina. Eins og áður segir þá fór hann svo vel af stað með Chelsea og kröfurnar verða enn meiri á komandi tímabili. Það má segja að það sé smá Guardiola í honum og hvernig hann spilar fótbolta en hann er með aðeins öðruvísi áherslur í sínum leik. Það verður spennandi að fylgjast með öðru tímabili hans hjá Lundúnafélaginu.

Leikmannaglugginn: Það er alltaf nóg að gera hjá Chelsea í leikmannaglugganum og þessi gluggi hefur ekki verið neitt frávik hvað varðar það. Chelsea menn eru þá ekkert hættir en það er talað um að félagið sé að landa Alejandro Garnacho frá Manchester United en hann kemur til með að lita klefann með alls konar litum. Chelsea þarf þó miðvörð og líklega markvörð líka. Það verður að segjast einnig að Chelsea er frábært félag í að selja leikmenn og það hefur sést í sumar.

Komnir:
Joao Pedro frá Brighton - 60 milljónir punda
Jamie Gittens frá Dortmund - 48,5 milljónir punda
Jorrel Hato frá Ajax - 38,5 milljónir punda
Liam Delap frá Ipswich - 30 milljónir punda
Estevao frá Palmeiras - 28,6 milljónir punda
Dário Essugo frá Sporting Lissabon - 18,5 milljónir punda
Mamadou Sarr frá Strasbourg - 12 milljónir punda
Raheem Sterling frá Arsenal - Var á láni
Axel Disasi frá Aston Villa - Var á láni
Carney Chukwuemeka frá Dortmund - Var á láni
Renato Veiga frá Juventus - Var á láni
Ben Chilwell frá Crystal Palace - Var á láni

Farnir:
Noni Madueke til Arsenal - 48,5 milljónir punda
Kiernan Dewsbury-Hall til Everton - 28 milljónir punda
Joao Félix til Al-Nassr - 26 milljónir punda
Djordje Petrovic til Bournemouth - 25 milljónir punda
Lesley Ugochukwu til Burnley - 23 milljónir punda
Armando Broja til Burnley - 20 milljónir punda
Ishé Samuels-Smith til Strasbourg - 6,5 milljónir punda
Kepa Arrizabalaga til Arsenal - 5 milljónir punda
Marc Guiu til Sunderland - Á láni
Mamadou Sarr til Strasbourg - Á láni
Kendry Páez til Strasbourg - Á láni
Mike Penders til Strasbourg - Á láni
Marcus Bettinelli til Man City - Óuppgefið kaupverð
Jadon Sancho til Man Utd - Var á láni

Líklegt byrjunarlið


Þrír lykilmenn:
Reece James er fyrirliði Chelsea og er á sínum degi einn besti hægri bakvörður í heimi. Hann er gríðarlega yfirvegaður og frábær á boltanum. En vandamálið með James er hversu lítið hann hefur náð að halda sér inn á vellinum. Meiðslin eru hans akkilesarhæll og það er vonandi að hann nái að halda sér heilum sem mest. Það myndi auka möguleika Chelsea á því að gera góða hluti á komandi keppnistímabili.

Moises Caicedo er stórkostlegur miðjumaður sem blómstraði á síðasta tímabili. Það voru einhverjir sem settu spurningamerki við verðmiðann þegar hann var keyptur á 115 milljónir punda en ekki lengur. Vörnin hjá Chelsea er veikleiki liðsins á pappír en að hafa Caicedo fyrir framan hana gerir hana svo mikið sterkari.

Cole Palmer er líklega í topp fimm yfir bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar. Það er ótrúlegt að Manchester City hafi ákveðið að selja hann til Chelsea fyrir 40 milljónir punda fyrir nokkrum árum. Palmer hefur skorað 43 mörk í 97 leikjum fyrir Chelsea og lagt upp þónokkur ofan á það. Það gerist alltaf eitthvað í kringum hann og hann er mikilvægasti leikmaður Lundúnafélagsins. Hann er líka mjög skemmtilegur karakter.

Fylgist með: Chelsea var að klófesta einn mest spennandi leikmann heims í Brasilíumanninum Estevao Willian. Hann kom til félagsins í sumar eftir að hann varð 18 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur er hann með mikla reynslu. Hann er búinn að spila meira en 80 leiki fyrir aðallið Palmeiras í Brasilíu en í heimalandinu hefur hann oft verið nefndur í sömu setningu og Neymar sem er einn besti fótboltamaður sem hefur komið frá landinu. Það eru miklar vonir bundnar við Estevao en hann skoraði í sínum fyrsta leik á Stamford Bridge á dögunum þegar Chelsea spilaði æfingaleik við lærisveina Erik ten Hag í Bayer Leverkusen. Estevao, sem er þessi týpíski brasilíski framherji með mikla tækni, mun fá mínútur í þessu Chelsea liði í vetur og það verður ótrúlega gaman að fylgjast með honum. Þarna er mögulega súperstjarna á ferðinni.



Besta og versta mögulega niðurstaða: Besta niðurstaðan er sú að Chelsea verði Englandsmeistari. Það er bara þannig; Chelsea er eitt af fjórum liðum sem getur orðið Englandsmeistari í vetur ef allt gengur upp. Ef allt fer á versta veg endar Chelsea titlalaust og á meðal liða fimm til sjö en maður sér þá bláklæddu ekki fara mikið neðar en það.

Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Chelsea, 215 stig
5. Newcastle, 182 stig
6. Tottenham, 172 stig
7. Aston Villa, 169 stig
8. Man Utd, 157 stig
9. Brighton, 144 stig
10. Nottingham Forest, 108 stig
11. Crystal Palace, 98 stig
12. Everton, 97 stig
13. Fulham, 93 stig
14. West Ham, 92 stig
15. Bournemouth, 85 stig
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Athugasemdir