Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 14. september 2019 17:30
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Gerðum allt í dag til þess að verðskulda meira
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Njarðvíkingar fengu Gróttu í heimsókn þegar flautað var til leiks í 21.Umferð Inkasso deildar karla í dag á Rafholtsvellinum.
Njarðvíkingar urðu að vinna leikinn í dag til að eiga möguleika á að ná að halda sér í deildinni en jafntefli og tap hefðu fellt þá.
Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og komust yfir með marki frá Atla Geir Gunnarssyni en Grótta jafnaði leikinn strax í næstu sókn með marki frá Valtýr Már Michaelssyni áður en Pétur Theódór Árnason rak síðasta naglann í kistu Njarðvíkinga um miðjan seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  2 Grótta

„Það er ekkert hægt að segja, við erum einfaldlega mjög súrir með það en ef við tökum leikinn sem slíkann bara einan og sér þá stóðum við okkur bara vel, hlupum mikið, börðumst mikið og vorum bara ekkert síðri en Grótta í dag, við erfiðar aðstæður og við lögðum okkur alla í verkefnið og með smá heppni hefðum við getað skorað og hefðum átt að skora tvö mörk í viðbót allavega en þeir ná upp keyrslu og run-i og náðu í sigur í dag en svo er það hitt, fall er eitthvað sem er virkilega súrt og við trúðum því fram á síðustu mínútu og vissum ekki úrslitin í hinum leikjunum í dag, að við ætluðum að gera eitthvað og ætluðum að fara á Ólafsvík og halda okkur uppi en það er því miður ekki niðurstaðan og það er einfaldlega bara grátlegt eftir þessa frábæru upprisu hjá okkur frá því að vera fallbaráttulið í mörg ár í 2.deildinni og stíga upp í það að rústa 2.deildinni hitt í fyrra og frábærir í fyrra að þá gekk þetta ekki í sumar og þá einhvernveginn varð þetta oft stöngin út í staðin fyrir að vera stöngin inn eins og síðustu 2 ár og við höfum verið að gera vel en þetta er niðurstaðan og hún er erfið þar sem við ætluðum okkur stærri hluti, grunn markmiðið var að halda sér í deildinni og vonandi gera betur en það náðist því miður ekki." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Njarðvíkingar hafa verið afar óheppnir í sumar en eins og Rafn Markús segir hafa ansi margir leikir verið stöngin út.
„Hver einasti leikur og við höfum verið að fá mörk á okkur í lokin og annað sem voru dýr en í grunninn er það kannski byrjum season-ið vel, komumst áfram í bikar og það kostar okkur bæði kannski auka spennu og meiðsli líka. Við förum inn í erfiða leiki á móti liðum í kringum okkur og förum í þá leiki kannski með aðeins laskað lið og því miður þá erum við ekkert með það breiðan hóp og þoldum það ekki og það var erfitt en við mættum aðeins í byrjun Júlí og spilum oft flottan fótbolta en því miður var það oft þannig að við töldum okkur oft vera betri í leikjunum og gera nógu mikið en fengum ekkert út úr leikjunum og það er erfitt."

Njarðvíkingar eru eins og fram hefur komið fallnir en verður Rafn Markús áfram þjálfari Njarðvíkur á næsta tímabili og er áhugi fyrir því?
„Það er ekkert búið að ræða það, við erum bara búnir að vera hugsa um það fram á síðustu sekúndu í dag að klára þetta, gera þetta og halda okkur uppi og það er eitthvað sem okkur langaði mjög mikið til að ná og þessvegna er þetta bara sárt að  ná ekki að klára í dag og allt í einu er það sem við erum búnir að stefna að bara búið og við verðum bara að skoða hlutina í framhaldið." 
„ Við höfum áhuga á því að byggja upp félagið, félagði skiptir okkur alla sem koma að því miklu máli og félagi hvort sem ég verð þar eða ekki þá þarf félagið að halda áfram og læra af þessum síðustu tímabilum. Við erum eins og oft er talað um á öðru season í deild sem er oft erfitt og því miður bítur okkur í ár og við þurfum allir að læra af þessu season-i." 


Nánar er rætt við Rafn Markús í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner