FH og Breiðablik mætast á sunnudaginn í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar. Breiðablik er í toppsæti deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan Víking sem er í öðru sætinu.
Leikurinn hefst klukkan 14:00 og klukkan 16:15 mætast svo KR og Víkingur.
Leikurinn hefst klukkan 14:00 og klukkan 16:15 mætast svo KR og Víkingur.
Eftir sigur FH gegn Stjörnunni ræddi Fótbolti.net við Guðmund Kristjánsson, leikmann FH, um leikinn gegn Breiðabliki á sunnudaginn.
Ætlið þið að reyna skemma partíið hjá Breiðabliki?
„Já, auðvitað mætum við og ætlum að vinna þann leik, það er ekki spurning. Við ætlum ekki að taka þátt í einhverju partíi hjá þeim, látum þá ekki fagna titlinum á okkar heimavelli, það væri ekki góð tilfinning. Auðvitað stefnum við á sigur þar," sagði Guðmundur.
Guðmundur er fyrrum leikmaður Breiðabliks. Helduru með Breiðabliki í baráttunni við Víking?
„Auðvitað geri ég það, ég vona að þeir klára þetta en þeir mega klára þetta í síðasta leiknum en ekki á móti okkur. Við tökum sigurinn og þeir klára þetta í lokaumferðinni," sagði Guðmundur. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Gunnar Nielsen, markvörður FH, verður í leikbanni gegn Breiðabliki þar sem hann fékk rauða spjaldið gegn Stjörnunni í gær. Atli Gunnar Guðmundsson mun því að öllum líkindum verja mark FH í leiknum gegn Breiðabliki.
21. umferðin í Pepsi Max:
sunnudagur 19. september
14:00 Leiknir R.-Keflavík (Domusnovavöllurinn)
14:00 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:15 KR-Víkingur R. (Meistaravellir)
18:00 Valur-KA (Origo völlurinn)
mánudagur 20. september
19:15 HK-Stjarnan (Kórinn)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir