Tímabilið hjá Stjörnunni hefur verið ansi brösótt og liðið var í fallbaráttu þar til liðið vann síðustu tvo leiki sína fyrir landsleikjahlé.
Stjarnan ekki oft getað stillt upp sínu besta liði í sumar vegna meiðsla eða leikbanna. Meiðslalistinn hefur verið ansi langur og bættust tvö nöfn við listann í gær þegar þeir Elís Rafn Björnsson og Oliver Haurits fóru af velli gegn FH í gær.
Stjarnan ekki oft getað stillt upp sínu besta liði í sumar vegna meiðsla eða leikbanna. Meiðslalistinn hefur verið ansi langur og bættust tvö nöfn við listann í gær þegar þeir Elís Rafn Björnsson og Oliver Haurits fóru af velli gegn FH í gær.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 4 FH
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, kom inn á þessi meiðsli í viðtali eftir leikinn í gær.
„Við missum Elís út, Tóti kemur inn og var aldrei klár nema í 60 mínútur en spilaði lengur. Danni er að koma úr meisðlum. Það heldur áfram að menn detta úr hjá okkur. En drengirnir hafa staðið sig vel í baráttunni í sumar og það eru ekki mörg lið sem hefðu lifað áföllin af sem við höfum lent í. Þrír hafsentar, vinstri bakverðir, miðjumenn og sentarar að detta út."
„Að sama skapi þá höfum við safnað stigum og það eru ungir leikmenn sem fá reynslu, fá að spila og vonandi að þessir strákar munu halda sér við efnið og gætu orðið mjög góðir leikmenn fyrir Stjörnuna til framtíðar."
Þorvaldur var sérstkalega spurður í stöðuna á Brynjari Gauta, Eyjólfi og Heiðari.
„Heiðar meiddist um helgina og verður vonandi klár í vikunni og Eyjólfur er ekki alveg tilbúinn strax. Þetta hefur gengið mjög hægt hjá Brynjari og við sjáum til hvort við tökum einhvern séns með höfuðmeiðslin. Við missum Elís út í dag og hann er frá í væntanlega einhverja tíu daga. Við missum líka Oliver út og hann er frá væntanlega í einhverja tíu daga. Eins og ég segi er ég búinn að telja upp einhverja 22 leikmenn."
Hér að neðan má sjá þá leikmenn sem glíma við meiðsli hjá Stjörnunni. Ólafur Karl Finsen hefur verið að snúa til baka í síðustu leikjum og er því ekki á listanum.
Óstaðfestur meiðslalisti:
Eyjólfur Héðinsson
Kristófer Konráðsson
Heiðar Ægisson
Brynjar Gauti Guðjónsson
Tristan Freyr Ingólfsson
Elís Rafn Björnsson
Oliver Haurits
Casper Sloth
Oscar Borg
Komu til baka úr meiðslum í gær:
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Daníel Laxdal
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir