Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 14. september 2022 12:03
Elvar Geir Magnússon
Rashford ekki í flugvélinni til Moldóvu
Manchester United tapaði fyrir Real Sociedad í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar en liðið ferðast í dag til Moldóvu þar sem leikið verður gegn Sheriff Tiraspol á morgun.

Erik ten Hag, stjóri United, mun sitja fyrir svörum á fréttamannafundi í Moldóvu síðar í dag.

Það vakti athygli fréttamanna á æfingunni í morgun að sóknarmaðurinn Marcus Rashford, sem fer vel af stað á tímabilinu, æfði ekki en síðan var staðfest að hann færi ekki með í leikinn.

Anthony Martial, Donny van de Beek og Aaron Wan-Bissaka eru einnig fjarri góðu gamni.

Svona er leikmannahópur Manchester United fyrir leikinn:

Markverðir: De Gea, Heaton, Vitek.
Varnarmenn: Lindelöf, Maguire, Martinez, Malacia, Varane, Dalot, Shaw.
Miðjumenn: Fernandes, Eriksen, Fred, Casemiro, McTominay, Iqbal.
Sóknarmenn: Ronaldo, Antony, Sancho, Elanga, Garnacho, McNeill.
Athugasemdir
banner
banner