Christian Eriksen er í byrjunarliði Man Utd sem mætir Southampton klukkan 11:30 á útivelli.
„Hann átti gott undirbúningstímabil, hann hefur staðið sig mjög vel á æfingum og hann hefur unnið fyrir því að byrja," sagði Erik ten Hag, stjóri United, um danska miðjumanninn sem kemur inn fyrir Casemiro frá síðasta leik.
„Hann átti gott undirbúningstímabil, hann hefur staðið sig mjög vel á æfingum og hann hefur unnið fyrir því að byrja," sagði Erik ten Hag, stjóri United, um danska miðjumanninn sem kemur inn fyrir Casemiro frá síðasta leik.
Nýi miðjumaðurinn, Manuel Ugarte, er á bekknum og Ten Hag gat ekki lofað því að hann myndi koma við sögu í dag. „Við verðum að leyfa honum að koma sér inn í liðið. Hann hefur einungis æft með okkur tvisvar, það tekur tíma að koma sér inn í liðið. Það fer eftir því hvernig leikurinn spilast hvort hann spili."
Ten Hag segir þá að það séu margir leikir framundan og að Casemiro, sem er á bekknum, muni fá fullt af leikjum, en sé á bekknum í dag.
Marcus Rashford heldur sæti sínu í liðinu þrátt fyrir að hafa ekki náð að koma að marki í byrjun tímabils. „Hann er á góðum stað og hann þarf mark eða stoðsendingu. Hann átti mjög góðar fyrirgjafir í síðasta leik. Augnablikið mun koma, við bíðum eftir því að hann komi sér af stað því þá mun hann ná flugi. Allir framherjar vilja skora og mín reynsla er sú að þegar þeir byrja að skora þá takast þeir á flug."
Hollenski stjórinn segir svo að allir leikir þurfi að vinnast. „Þetta er leikur sem þarf að vinnast. Allir leikir eru þannig. Það á aldri að breyta þeirri nálgun, við þurfum alltaf að vinna."
Athugasemdir