Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   mán 14. október 2019 11:47
Elvar Geir Magnússon
Sveinn Aron: Finnst við hafa betri leikmenn og betra lið
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Írland mætast á morgun í undankeppni EM U21 landsliða. Leikurinn verður klukkan 15:00 á Víkingsvelli.

Ísland er með sex stig í riðlinum eftir þrjá leiki en liðið tapaði illa 5-0 fyrir Svíþjóð síðasta laugardag.

Sveinn Aron Guðjohnsen, sóknarmaður Íslands, spjallaði stuttlega við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

„Það er gott að fá leik svona strax á eftir. Við áttum bara lélegan leik gegn Svíþjóð. Það vantaði upp á allt hjá okkur í þeim leik," segir Sveinn Aron.

„Við ætlum okkur í næsta leik og taka þrjú stig. Írarnir hafa verið góðir en mér finnst við eiga góða möguleika. Það sem ég hef séð þá tel ég okkur hafa betri leikmenn og vera betra lið."

Eiður Smári, pabbi Sveins, er aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins. Sveinn segir að það sé ekkert skrítið að hafa pabba sinn í teyminu.

„Ég hélt fyrst að það yrði það. Hann hefur kennt mér ýmislegt í gegnum tíðina, eftir leiki og æfingar. Það er bara enn betra að hafa hann á hliðarlínunni," segir Sveinn Aron.

Sveinn er hjá Spezia í ítölsku B-deildinni en hefur verið límdur við bekkinn og fengið fá tækifæri.

„Ég hef ekki fengið nægilega margar mínútur og liðinu gengur ekki eins vel og við vildum. Kannski er það bara þolinmæði, bíða eftir því að fá tækifærið og vera þá tilbúinn," segir Sveinn Aron.
Athugasemdir
banner