Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 14. október 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð Snorri: Verð með Frey og Erik í eyranu
Icelandair
Landsliðsþjálfarar Íslands í kvöld.
Landsliðsþjálfarar Íslands í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýra íslenska landsliðinu gegn Belgum í Þjóðadeildinni í kvöld.

Arnar Þór er U21 landsliðsþjálfari og Davíð er U17 landsliðsþjálfari. Erik Hamren, landsliðsþjálfari, og Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari, eru í sóttkví og verða í glerbúri efst á Laugardalsvelli þar sem þeir verða í sambandi við Arnar og Davíð.

Davíð Snorri ræddi við Stöð 2 Sport fyrir leik kvöldsins gegn Belgíu, sem er efst á heimslista FIFA. Hvernig er þessi síðasti sólarhringur búinn að vera?

„Hann er búinn að vera athyglisverður og mikill rússíbani. Það er mikið af ákvörðunum sem við höfum þurft að taka, og bíða eftir fólki og annað. En við erum komnir yfir það og erum klárir í þennan leik," sagði Davíð Snorri.

„Það var búið að setja upp fundi og annað. Við héldum plani með það, leikmenn voru klárir í gærkvöldi. Það var fundur með þjálfurum á Teams í gærkvöldi og við héldum óbreyttu leikplani í dag."

„Við þurfum að grípa eitthvað sjálfir inn í á mómentinu, en ég verð með Frey og Erik í eyranu. Svo vinnum við þetta saman," sagði Davíð.

Ísland spilar 5-3-2 í kvöld en hægt er að sjá byrjunarliðið með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner