Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 14. október 2020 20:42
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands - Birkir Már bestur
Icelandair
Birkir Már Sævarsson í leiknum í kvöld.
Birkir Már Sævarsson í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Romelu Lukaku og Hólmar Örn Eyjólfsson í baráttunni.
Romelu Lukaku og Hólmar Örn Eyjólfsson í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Ingi Ingason reynir að skora.
Sverrir Ingi Ingason reynir að skora.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði 2-1 gegn Belgum í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld.

Hér að neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net.



Rúnar Alex Rúnarsson 6
Gat lítið gert í mörkunum en var öruggur í úthlaupum sínum.

Birkir Már Sævarsson 8 - Maður leiksins
Vindurinn minnti heldur betur á sig í kvöld. Skoraði og átti öfluga spretti upp völlinn. Stóð vaktina í vörninni síðan af prýði.

Sverrir Ingi Ingason 7
Flottur leikur hjá Sverri.

Hólmar Örn Eyjólfsson 5
Var í basli með Romelu Lukaku í mörkunum. Slæm ákvörðun að fara í tæklingu þegar Lukaku var á leið í þröngu færi. Það kostaði vítaspyrnu.

Hörður Björgvin Magnússon 6 (86)
Átti óheppilega snertingu sem hjálpaði Lukaku að komast í skotfæri í fyrsta markinu. Fór meiddur af velli í lokin.

Ari Freyr Skúlason 6
Fínn varnarlega en náði ekki að taka jafn mikinn þátt í sóknarleiknum og Birkir.

Rúnar Már Sigurjónsson 7 (69)
Átti stórkostlega stoðsendingu á Birki Má í markinu. Ágætis frammistaða heilt yfir.

Guðlaugur Victor Pálsson 6 (82)
Þriðji leikurinn á viku, nú á miðjunni. Ekki jafn öflugur og í bakverðinum í síðustu tveimur leikjum.

Birkir Bjarnason 7
Birkir var einnig að byrja þriðja leikinn á viku. Góður í fyrri hálfleiknum.

Albert Guðmundsson 6 (82)
Sýndi ágætis takta inn á milli en það kom ekki nógu mikið út úr því.

Jón Daði Böðvarsson 5 (69)
Vinnusamur að venju en komst lítið áleiðis gegn varnarlínu Belga.

Varamenn

Jón Dagur Þorsteinsson 5 (69)
Náði ekki að komast í takt við leikinn.

Viðar Örn Kjartansson 5 (69)
Sama og hjá Jóni Degi. Komst lítið í boltann.

Kolbeinn Sigþórsson (82)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Hjörtur Hermannsson (82)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.

Arnór Ingvi Traustason (86)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner