Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 14. október 2020 13:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enginn landsliðsmaður smitaður (Staðfest)
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir leikmenn í landsliðshópi Íslands fóru í sýnatöku í gær í kjölfarið á því að einn starfsmaður landsliðsins var greindur með Covid-19 veiruna.

Allir leikmenn hafa nú fengið niðurstöðu úr sýnatökunni og fengu allir neikvæða niðurstöðu, enginn er smitaður.

Íslenska liðið mætir því belgíska í Þjóðadeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:45 og fer fram á Laugardalsvelli.

„Allir leikmenn í hópi A landsliðs karla fyrir leikinn við Belgíu í kvöld hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr Covid-skimun, s.s. enginn smitaður og allir klárir í slaginn," segir í færslu Knattspyrnusambandsins á Twitter.


Athugasemdir
banner