banner
   mið 14. október 2020 09:05
Magnús Már Einarsson
Neymar með þrennu - Kominn með fleiri mörk en Ronaldo
Neymar á sprettinum.
Neymar á sprettinum.
Mynd: Getty Images
Brasilía vann Perú 4-2 á útivelli í fjörugum leik í undankeppni HM í nótt. Neymar skoraði þrennu fyrir Brasilíu í leiknum og Richarlison skoraði eitt mark.

Neymar er nú orðinn næstmarkahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi með 64 mörk en hann er tveimur mörkum á undan framherjanum Ronaldo eftir mörkin í nótt.

Pele er markahæstur í sögunni með 77 mörk en hinn 28 ára gamli Neymar á nóg af árum eftir til að ná meti hans. Pele spilaði 92 landsleiki á ferlinum en Neymar hefur nú þegar spilað 103 leiki.

Markahæstir í sögu Brasilíu
Pele 77 mörk
Neymar 64 mörk
Ronaldo 62 mörk
Romario 55 mörk
Zico 48 mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner