Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. október 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
San Marínó náði sínu fyrsta stigi síðan 2014
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
San Marínó náði sínu fyrsta stigi í mótsleik í sex ár þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Helga Kolviðsson og lærisveina hans í Liechtenstein á útivelli í Þjóðadeildinni í gær.

Báðar þessar þjóðir eru með innan við 40 þúsund íbúa.

San Marínó gerði 1-1 jafntefli við Eistland árið 2014 en síðan þá hefur liðið leikið 36 leiki án þess að fá stig.

Stigið í gær var fyrsta stig San Marínó á útivelli síðan 2001 en einu sigurleikurinn í sögu San Marínó var í vináttuleik gegn Liechtenstein árið 2004.

Árangur San Marino
Töp: 162
Jafntefli: 4
Sigur: 1
Athugasemdir
banner
banner