Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. október 2021 22:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rashford þarf að bæta á sig vöðvamassa
Mynd: EPA
Marcus Rashford er að jafna sig eftir aðgerð á öxl en hann mun að öllum líkindum vera með Manchester United um helgina gegn Leicester.

Hann hefur verið duglegur að lyfta á meðan hann hefur verið að jafna sig en hann hefur bætt á sig 4 kílóum af vöðvamassa á fótunum en ekkert geta æft efrihluta líkamanns.

Manchester United segir að hann þurfi að bæta á sig vöðvamassa til að koma í veg fyrir meiðsli aftur.

Hann var að kljást við meiðsli í baki í fyrra sem hélt honum frá vellinum í fimm mánuði.

Hann spilaði æfingaleik gegn Blackburní síðustu viku og skoraði tvö mörk.

Athugasemdir
banner
banner