Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mán 14. október 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikur Íslands og Tyrklands fer fram í kvöld (Staðfest)
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leikur Íslands og Tyrklands fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Óvissa var með það hvort leikurinn færi fram út af ástandi vallarins. Leikurinn hefst klukkan 18:45.

Vísir segir frá því að dómarar hafi metið völlinn leikhæfan. Þeir fóru og skoðuðu hann núna um klukkan 14.

Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og er viðkvæmur á þessum árstíma þegar frost er úti.

Leikið var á honum á föstudaginn þegar Ísland og Wales gerðu 2-2 jafntefli.

Leikurinn í kvöld er síðasti leikur ársins á Laugardalsvelli en svo verður ráðist í framkvæmdir þar sem sett verður hybrid-gras á völlinn.

Tilkynning KSÍ:
UEFA hefur staðfest að leikur Íslands og Tyrklands fer fram á Laugardalsvelli í kvöld á tilsettum tíma. Ákvörðunin var tekin að lokinni vallarskoðun sem fór fram kl. 14:00 í dag þar sem viðstaddir voru dómarar leiksins og aðrir fulltrúar UEFA, ásamt fulltrúum beggja liða. Allir á völlinn og áfram Ísland!


Athugasemdir
banner
banner