Leikur Íslands og Tyrklands fer fram á Laugardalsvelli í kvöld. Óvissa var með það hvort leikurinn færi fram út af ástandi vallarins. Leikurinn hefst klukkan 18:45.
Vísir segir frá því að dómarar hafi metið völlinn leikhæfan. Þeir fóru og skoðuðu hann núna um klukkan 14.
Vísir segir frá því að dómarar hafi metið völlinn leikhæfan. Þeir fóru og skoðuðu hann núna um klukkan 14.
Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og er viðkvæmur á þessum árstíma þegar frost er úti.
Leikið var á honum á föstudaginn þegar Ísland og Wales gerðu 2-2 jafntefli.
Leikurinn í kvöld er síðasti leikur ársins á Laugardalsvelli en svo verður ráðist í framkvæmdir þar sem sett verður hybrid-gras á völlinn.
Tilkynning KSÍ:
UEFA hefur staðfest að leikur Íslands og Tyrklands fer fram á Laugardalsvelli í kvöld á tilsettum tíma. Ákvörðunin var tekin að lokinni vallarskoðun sem fór fram kl. 14:00 í dag þar sem viðstaddir voru dómarar leiksins og aðrir fulltrúar UEFA, ásamt fulltrúum beggja liða. Allir á völlinn og áfram Ísland!
Leikurinn er ON??
— Gummi Ben ????? (@GummiBen) October 14, 2024
Byrjum upphitun 18:15 og leikurinn sjálfur 18:45
???????? v ????????
Athugasemdir