Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 14. október 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nú eiga FH og Víkingur aftur jafnmarga fulltrúa í U23
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir.
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir hefur verið kölluð inn í hópinn hjá U23 landsliði kvenna.

Hildigunnur, sem er miðjumaður hjá FH, kemur inn í staðinn fyrir Birtu Georgsdóttur, framherja Íslandsmeistara Breiðabliks, sem getur ekki verið með.

Nú eiga FH og Víkingur R. aftur jafnmarga fulltrúa í hópnum en Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir, markvörður Víkings, kom inn í hópinn fyrir Aldísi Guðlaugsdóttur, markvörð FH, á dögunum. Bæði lið eiga fjóra fulltrúa í hópnum en Breiðablik er með flesta leikmenn, fimm talsins.

U23 landsliðið spilar tvo vináttulandsleiki við Finnland í lok október. Leikirnir fara fram ytra, 24. og 27. október.

Hópurinn:
Andrea Rut Bjarnadóttir - Breiðablik
Elín Helena Karlsdóttir - Breiðablik
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir - Breiðablik
Jakobína Hjörvarsdóttir - Breiðablik
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - Breiðablik
Arna Eiríksdóttir - FH
Elísa Lana Sigurjónsdóttir - FH
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir - FH
Snædís María Jörundsdóttir - FH
Mist Funadóttir - Fylkir
Tinna Brá Magnúsdóttir - Fylkir
María Catharina Ólafsd. Gros - Linköping
Sigdís Eva Bárðardóttir - IFK Norrköping
Ísabella Sara Tryggvadóttir - Valur
Bergdís Sveinsdóttir - Víkingur R.
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir - Víkingur R.
Emma Steinsen Jónsdóttir - Víkingur R.
Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir - Víkingur R.
Jelena Tinna Kujundzic - Þróttur R.
Áslaug Dóra SIgurbjörnsdóttir - Örebro
Athugasemdir
banner
banner
banner