Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. nóvember 2019 23:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester City ekki í bann frá Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Manchester City verður ekki dæmt í bann frá Evrópukeppnum fyrir brot á Financial Fair Play reglum UEFA.

The Athletic segir frá, en ákvörðun í málinu verður tilkynnt í næsta mánuði.

Margir innan fótboltans hafa búist við því að City verði dæmt í bann frá Evrópukeppnum á næstu leiktíð. City er sakað um að hafa farið á bak við reglur með ýmsum brögðum en þýska blaðið Der Spiegel fjallaði ítarlega um málið.

UEFA hefur rannsakað málið í nokkra mánuði, en að sögn The Athletic mun City ekki fara í bann, heldur mun félagið fá sekt.

UEFA sektaði City um 49 milljónir punda árið 2014 fyrir að brjóta fjármálareglur, og núna verður félagið aftur sektað.

Nánar má lesa um málið hérna.
Athugasemdir
banner
banner