Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 14. nóvember 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mediapro sleppti 172 milljón evra greiðslu til Ligue 1
Það eru vandræði í gangi í efstu deild franska boltans þar sem Mediapro er með réttinn á leikjum Ligue 1.

Mediapro er ekki í góðri fjárhagsstöðu og greiddi ekki 172 milljónir evra til Ligue 1 þegar sú greiðsla átti að eiga sér stað 5. október.

Þess í stað sagðist Mediapro vilja endursemja við Ligue 1 vegna breyttra aðstæðna vegna Covid faraldursins.

Ligue 1 vill ekki semja en getur ekki krafist milljónanna frá Mediapro vegna sérstakra Covid-laga sem verja skuldsett fyrirtæki frá skuldunautum sínum.

„Þetta er hrikalegt fyrir deildina. Það eru félög sem munu fara í gjaldþrot fyrir lok tímabilsins ef ekkert breytist," sagði ónefndur forseti félags í Ligue 1 í samtali við Times.


Athugasemdir
banner