Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 14. nóvember 2024 20:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amorim kom stuðningsmönnum Man Utd á óvart
Mynd: Getty Images

Rúben Amorim er mættur til Manchester en hann mun stýra sínum fyrsta leik hjá Man Utd um næstu helgi þegar liðið heimsækir Ipswich.


Hann mætti til Manchester strax eftir helgi og Man Utd birti myndir af honum á æfingasvæði félagsins.

Hann var á Old Trafford í dag en stuðningsmenn liðsins voru í skoðunarferð um völlinn þegar hann mætti óvænt og heilsaði upp á þá.

Hann sagði nokkur orð við þá en aðallega að fíflast í þeim en endaði á því að segja: „Besta félag í heimi," sem fór vel í hópinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner