Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 14. nóvember 2024 19:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjóðadeildin: Gunnar Vatnhamar maður leiksins í frábærum sigri Færeyja
Mynd: Getty Images

Færeyjar unnu sinn fyrsta keppnisleik í rúm tvö ár þegar liðið lagði Armeníu af velli í Þjóðadeildinni í kvöld.


Leikurinn var í Armeníu og voru heimamenn með mikla yfirburði en Viljormur Davidsen skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu, það var eitt af tveimur skotum liðsins að marki.

Varnarleikur Færeyja var sterkur og stóð Gunnar Vatnhamar, leikmaður Víkings, upp úr að mati FotMob. Færeyjar eru með sex stig eftir fimm umferðir í 2. sæti riðilsins á eftir Norður Makedóníu.

Þetta var fyrsti útisigur Færeyja í rúm fjögur ár í keppnisleik.

Fyrr í dag vann Austurríki gegn Kasakstan en Austurríki er á toppi riðilsins með 10 stig eftir fimm umferðir en Noregur og Slóvenía, sem mætast í kvöld, eru með sjö stig en Kasakstan aðeins eitt stig.

Armenia 0 - 1 Faroe Islandes
0-1 Viljornur Davidsen ('33 , víti)

Kazakhstan 0 - 2 Austria
0-1 Christoph Baumgartner ('15 )
0-2 Michael Gregoritsch ('25 )
Rautt spjald: Aleksandr Marochkin, Kazakhstan ('23)


Athugasemdir
banner
banner