Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 14. desember 2019 16:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Southampton og West Ham: Tvö lið í vandræðum
Antonio kemur inn í lið West Ham.
Antonio kemur inn í lið West Ham.
Mynd: Getty Images
Tvö lið sem hafa átt í nokkru basli á þessu tímabili mætast í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildarinnar. Um er að ræða lið Southampton og West Ham.

Fyrir leikinn, sem hefst 17:30, er West Ham í 16. sæti með 16 stig og Southampton með 15 stig í 18. sæti.

Southampton tapaði síðasta leik sínum gegn Newcastle. Ralph Hasenhuttl sér þó enga ástæðu til að breyta til og byrjar með sama lið og þá.

West Ham tapaði 3-1 gegn Arsenal. Frá þeim leik er ein breyting á liðinu. Felipe Anderson er ekki með og kemur Michail Antonio inn fyrir hann.

Byrjunarlið Southampton: McCarthy, Cedric, Stephens, Bednarek, Bertrand, Djenepo, Hojbjerg, Ward-Prowse, Redmond, Ings, Long.
(Varamenn: Gunn, Yoshida, Vestergaard, Adams, Romeu, Armstrong, Obafemi)

Byrjunarlið West Ham: Martin, Fredericks, Ogbonna, Balbuena, Cresswell, Rice, Noble, Antonio, Fornals, Snodgrass, Haller.
(Varamenn: Roberto, Zabaleta, Diop, Masuaku, Yarmolenko, Sanchez, Ajeti)
Athugasemdir
banner
banner