Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 15. janúar 2020 23:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reykjavíkurmótið: Tvö mörk KR í fyrri hálfleik dugðu gegn Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 1 - 2 KR
0-1 Ægir Jarl Jónasson ('28 )
0-1 Jón Gísli Ström (klúðrað víti)
0-2 Pálmi Rafn Pálmason ('38 )
1-2 Torfi Tímoteus Gunnarsson ('49 )

KR og Fjölnir mættust í seinni leik kvöldsins A-riðils í Reykjavíkurmótinu. Fyrr í kvöld lagði Þróttur R. lið ÍR.

Fjölnir var á toppi riðilsins eftir tvo leiki með fullt hús stiga. KR hafði einungis leikið einn leik í riðlinum og sá leikur vannst gegn Fylki.

KR komst yfir á 28. mínútu og bætti við öðru á 38. mínútu. Pálmi Rafn og Ægir Jarl með mörkin. Í stöðunni 1-0 fyrir KR fékk Fjölnir vítaspyrnu en Jóni Gísla Ström brást bogalistin á vítapunktinum og fór vítaspyrnan forgörðum.

Fjölnir náði að minnka muninn snemma í seinni hálfleik en þar við sat og sigur KR staðreynd. Næsta umferð riðilsins fer fram á sunnudag þegar Fylkir mætir Fjölni og KR mætir Þrótti.
Athugasemdir
banner
banner
banner