Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. janúar 2021 14:45
Magnús Már Einarsson
María Þórisdóttir á leið til Man Utd
María Þórisdóttir.
María Þórisdóttir.
Mynd: Getty Images
María Þórisdóttir er að fara frá Chelsea til toppliðs Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

María er norsk landsliðskona en hún á ættir að rekja til Íslands þar sem faðir hennar er Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta.

Emma Hayes, þjálfari Chelsea, staðfesti í dag að einn leikmaður sé á förum frá félaginu. Molly Hudson hjá The Times segir að það sé María og að hún sé á leið til Manchester United.

Hin 27 ára gamla María hefur einungis komið við sögu í tveimur leikjum með Chelsea á tímabilinu.

Chelsea er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Manchester United sem er á toppnum. Þessi lið eru að berjast um titilinn ásamt Arsenal sem er stigi á eftir Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner