Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. janúar 2021 19:00
Victor Pálsson
Spilaði sinn fyrsta keppnisleik í 32 mánuði
Mynd: Getty Images
Marco van Ginkel, leikmaður Chelsea, spilaði sinn fyrsta keppnisleik í 32 mánuði á miðvikudag er PSV Eindhoven og AZ Alkmaar áttust við í Hollandi.

Van Ginkel er í láni hjá PSV frá Chelsea en þetta er þriðja lánsdvöl hans hjá félaginu frá 2016.

Hollendingurinn hefur verið mikið meiddur á ferlinum og kom hans síðasti aðalliðsleikur árið 2018 eða fyrir tæplega þremur árum.

Van Ginkel stóð sig afar vel tímabilið 2017/2018 og skoraði þá 21 deildarmark í 43 leikjum fyrir PSV.

Þessi 28 ára gamli leikmaður kom til Chelsea frá Vitesse árið 2013 en hefur nánast ekkert leikið fyrir þá bláklæddu.

PSV tapaði leiknum nokkuð óvænt 3-1 heima gegn AZ þar sem Albert Guðmundsson var í byrjunarliði þess síðarnefnda.


Athugasemdir
banner
banner