Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 15. janúar 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta eru tíu launahæstu fótboltamenn í heimi
Messi er launahæstur.
Messi er launahæstur.
Mynd: EPA
Enska götublaðið Daily Star tók nýverið saman hvaða fótboltamenn væru þeir launahæstu í heimi í augnablikinu.

Hinn 34 ára gamli Lionel Messi er launahæstur í heiminum að sögn fjölmiðilsins með 960 þúsund pund á viku. Hann gekk í raðir Paris Saint-Germain á síðasta ári frá Barcelona.

Liðsfélagi hans, Neymar, skrifaði undir nýjan samning í fyrra og hann er í öðru sæti listans með rúmlega 600 þúsund pund á viku.

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, er launahæstur í ensku úrvalsdeildinni, en hann er aðeins í sjötta sæti listans.

Hér að neðan má sjá hvaða leikmenn eru á listanum sem Daily Star tók saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner