sun 15. janúar 2023 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Bjarni Páll í Aftureldingu (Staðfest) - „Heillaður af stemningunni í Mosó"
Bjarni Páll spilar í Mosó næstu tvö tímabil
Bjarni Páll spilar í Mosó næstu tvö tímabil
Mynd: Heimasíða Aftureldingar
Miðjumaðurinn Bjarni Páll Linnet Runólfsson mun leika með Aftureldingu næstu tvö tímabil en hann skrifaði undir samning út 2024 í dag. Hann kemur til félagsins frá HK.

Bjarni Páll er 26 ára gamall og uppalinn í Víkingi R en hann á 36 leiki og 3 mörk fyrir liðið í efstu deild.

Víkingurinn hefur spilað fyrir HK síðustu þrjú tímabil og hjálpaði liðinu meðal annars að komast upp í Bestu deildina á síðasta ári.

Hann mun halda vegferð sinni áfram í Lengjudeildinni en í kvöld skrifaði Bjarni undir samning við Aftureldingu og mun spila með liðinu næstu tvö tímabil.

Bjarni hefur æft og spilað með Aftureldingu síðustu vikur og skoraði hann meðal annars stórglæsilegt mark í 4-1 sigri á Leikni á dögunum.

„Ég er afar spenntur fyrir komandi tímabili og tel Aftureldingu vera með lið sem er getur barist á toppi deildarinnar. Ég er einnig virkilega heillaður af stemningunni í Mosó og vonast til þess að sjá troðfulla stúku næsta sumar!“ sagði Bjarni við undirskrift.


Athugasemdir
banner
banner