Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 15. janúar 2023 19:16
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Atalanta skoraði átta gegn Salernitana - Ekki gerst síðan 1996
Ademola Lookman var frábær en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt
Ademola Lookman var frábær en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt
Mynd: EPA
Spezia lagði Torino
Spezia lagði Torino
Mynd: Getty Images
Leikmenn Atalanta voru heldur betur í stuði í leik liðsins gegn Salernitana í dag en leiknum lauk með 8-2 stórsigri Bergamó-liðsins og var um leið nýtt félagsmet sett.

Fjörið byrjaði á 5. mínútu er Fílabeinsstrendingurinn, Jeremie Boga, skoraði fyrir Atalanta. Boulaye Dia jafnaði metin fimm mínútum síðar en svo tók Atalanta við stjórninni.

Liðið bætti við fjórum mörkum. Ademola Lookman skoraði úr víti áður en Giorgio Scalvini gerði þriðja markið þremur mínútum síðar.

Atalanta fékk aðra vítaspyrnu á 38. mínútu en Guillermo Ochoa varði spyrnuna. Boltinn fór aftur út í teiginn og tókst Koopmeiners að skila boltanum í netið. Rasmus Hojlund gerði svo fimmta markið þremur mínútum síðar.

Heimamenn bættu við þremur mörkum í síðari hálfleiknum og slógu þar með félagsmet en þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Atalanta skorar átta mörk í sama leiknum í efstu deild. Þá er þetta í fyrsta sinn síðan 1996 sem lið skorar meira en átta mörk.

Atalanta er í 6. sæti með 34 stig en Salernitana í 16. sæti með 18 stig.

Mikael Egill Ellertsson var ekki í leikmannahópi Spezia sem vann Torino, 1-0.

Úrslit og markaskorarar:

Atalanta 8 - 2 Salernitana
1-0 Jeremie Boga ('5 )
1-1 Boulaye Dia ('10 )
2-1 Ademola Lookman ('20 , víti)
3-1 Giorgio Scalvini ('23 )
4-1 Teun Koopmeiners ('38 )
4-1 Teun Koopmeiners ('38 , Misnotað víti)
5-1 Rasmus Hojlund ('41 )
6-1 Ademola Lookman ('54 )
6-2 Hans Nicolussi Caviglia ('56 )
7-2 Ederson ('61 )
8-2 Nadir Zortea ('85 )

Torino 0 - 1 Spezia
0-1 Mbala Nzola ('28 , víti)

Udinese 1 - 2 Bologna
1-0 Beto ('10 )
1-1 Nicola Sansone ('59 )
1-2 Stefan Posch ('80 )
Athugasemdir
banner
banner
banner