Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Almiron gæti verið að snúa aftur til Bandaríkjanna
Mynd: EPA
Paragvæski leikmaðurinn Miguel Almiron gæti verið að snúa aftur til Atlanta United í MLS-deildinni en þetta blaðamaðurinn Ben Jacobs í dag.

Sex ár eru liðin frá því Newcastle United keypti Almiron frá Atlanta United.

Á þessum árum hefur hann spilað 221 leik og skorað 30 mörk fyrir enska úrvalsdeildarfélagið, en hann hefur ekki átt fast sæti undir Eddie Howe á þessu tímabili.

Almiron, sem er þrítugur, hefur aðeins byrjað fjóra leiki í öllum keppnum og er Newcastle sagt reiðubúið að selja hann í þessum glugga.

Blaðamaðurinn Ben Jacobs segir að Atlanta United sé í viðræðum við Newcastle um að fá hann aftur til félagsins en að þær séu ekki komnar langt á veg.

Samkvæmt bandaríska blaðamanninum Tom Bogert er Almiron einn af mörgum sem eru á lista hjá Atlanta en segir skiptin þó raunverulegan möguleika.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner