Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. febrúar 2021 15:00
Magnús Már Einarsson
Fyrrum leikmaður Hattar orðinn stjóri Bradford 29 ára gamall
Conor Sellars í leik með Hetti.
Conor Sellars í leik með Hetti.
Mynd: Austurfrétt - Gunnar Gunnarsson
Conor Sellars, fyrrum leikmaður Hattar á Egilsstöðum, hefur undanfarnar vikur stýrt Bradford City í ensku D-deildinni.

Hinn 29 ára gamli Conor og Mark Trueman hafa í sameiningu stýrt liði Bradford síðan í byrjun desember en liðið er í harðri fallbaráttu í D-deildinni.

Conor lagði skóna á hilluna 27 ára gamall og var þjálfari hjá yngri liðum Bradford áður en hann fékk stóra tækifærið í desember.

Conor skoraði eitt mark í átta leikjum með Hetti í 2. deildinni árð 2013. Í viðtali á dögunum sagðist Conor hafa horft mikið á ítalska boltann á yngri árum en reynsla hans sem leikmaður í neðri deildum í Portúgal og á Íslandi hafi einnig hjálpað honum í þjálfun.

Faðir Conor er Scott Sellars sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni með liðum eins og Leeds, Blackburn og Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner
banner