Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. febrúar 2021 21:25
Brynjar Ingi Erluson
Wilder: Þetta var stórt skref afturábak
Mynd: Getty Images
Chris Wilder, stjóri Sheffield United, var niðurlútur eftir 3-0 tapið gegn West Ham í kvöld en lið hans var vel inn í leiknum þó úrslitin gefi aðra mynd af leiknum.

Sheffield United fékk nokkur góð færi í leiknum en David McGoldrick átti ekki sinn besta dag fyrir framan markið og þá var Lukasz Fabianski afar öflugur í marki West Ham.

Sheffield er á botninum með 11 stig og liðið í afar slæmri stöðu en liðið er fjórtán stigum frá öruggu sæti í deildinni.

„Þeir nýttu sér slæmar ákvarðanir hjá okkur þar sem við spiluðum illa. Þetta er stórt skref afturábak hjá okkur. Ég hef verið mjög jákvæður yfir þeim úrslitum sem við höfum náð en þú getur ekki gefið liði sem er á góðu skriði opin færi," sagði Wilder.

„Hvort þetta sé gamli skólinn eða rétti skólinn þá þýðir ekkert að vera endalaust með boltann ef maður býr ekki til færi úr því. Við ættum að taka markvörðinn úr þessari jöfnu og þetta eru góð færi sem við fengum en við eigum að klára þau."

„Mér fannst við aldrei vera undir mikilli pressu og við spiluðum ekki nógu hratt, þetta var of hægt hjá okkur. Það verða mistök og víti svo eftir 40 mínútur og maður klórar sér bara í hausnum."

„Önnur lið gera ekki þessi mistök. Þetta er ákvarðanataka, hugsun og aðgát. Við tókum slæmar ákvarðanir. Kannski er hægt að komast upp með þetta í deildunum sem við höfum spilað í síðustu fjögur árin,
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner