
Ísland 4 - 2 Pólland
Mörk Íslands: Sædís Rún Heiðarsdóttir 2, Katla Tryggvadóttir og Snædís María Jörundsdóttir.
Mörk Íslands: Sædís Rún Heiðarsdóttir 2, Katla Tryggvadóttir og Snædís María Jörundsdóttir.
Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri byrjar vel á æfingamóti í Portúgal.
Mótið er liður í undirbúningi Íslands fyrir keppni í milliriðlum á EM 2023.
Fyrsti leikur var gegn Póllandi í dag og þar var niðurstaðan 4-2 sigur. Sædís Rún Heiðarsdóttir, fyrirliði liðsins, gerði tvennu fyrir Ísland í leiknum.
Þá voru Katla Tryggvadóttir og Snædís María Jörundsdóttir einnig á skotskónum fyrir íslenska liðið.
Fyrr í dag vann A-landslið kvenna sigur gegn Skotlandi á æfingamóti á Spáni. Næst mætir U19 landsliðið heimakonum í Portúgal á þessu æfingamóti á laugardaginn.
Athugasemdir