
Eftir mjög svo slakan fyrri hálfleik, þá hefur Ísland byrjað stórkostlega í seinni hálfleiknum gegn Skotlandi á Pinatar Cup á Spáni.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Skotland
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, sem er að spila sinn fyrsta A-landsleik, er búin að gera tvö mörk. Hún er að eiga stórkostlega frumraun með landsliðinu.
Í fyrra markinu fékk Olla, eins og hún er alltaf kölluð, sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur og tók við boltanum á vítateigslínunni. Hún átti skot sem fór í varnarmannn og inn.
Annað markið kom beint í kjölfarið og skoraði Olla þá með stórkostlegu skoti.
„Alexandra leggur boltann út á Ollu sem klárar með hreint frábæru skoti úr teignum!" skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu er sóknarmaðurinn skoraði sitt annað mark.
Olla var í viðtali við Fótbolta.net á dögunum en það er hægt að horfa á það hér að neðan.
Athugasemdir